2. sæti Guðjón Þórðarson er í toppbaráttunni í Færeyjum.
2. sæti Guðjón Þórðarson er í toppbaráttunni í Færeyjum. — Ljósmynd/NSÍ
Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í NSÍ Runavík komust í gær upp í annað sæti færeysku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 5:1-stórsigri á AB á heimavelli. NSÍ hefur unnið fjóra síðustu leiki sína og er liðið á fínni siglingu undir stjórn Guðjóns.

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í NSÍ Runavík komust í gær upp í annað sæti færeysku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 5:1-stórsigri á AB á heimavelli.

NSÍ hefur unnið fjóra síðustu leiki sína og er liðið á fínni siglingu undir stjórn Guðjóns. NSÍ er með 19 stig, einu stigi minna en topplið KÍ Klaksvík, sem á leik til góða.

Núverandi meistarar HB undir stjórn Heimis Guðjónssonar eru í 6. sæti eftir 2:0 sigur á IF Fuglafirði á útivelli. Brynjar Hlöðversson spilaði fyrri hálfleikinn fyrir HB.