Kyrrahaf Íbúar Nýju-Kaledóníu höfnuðu sjálfstæði í atkvæðagreiðslu í fyrra. Nýja-Kaledónía nýtur nokkurs sjálfræðis innan Frakklands.
Kyrrahaf Íbúar Nýju-Kaledóníu höfnuðu sjálfstæði í atkvæðagreiðslu í fyrra. Nýja-Kaledónía nýtur nokkurs sjálfræðis innan Frakklands.
Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Kosningar voru haldnar í Nýju-Kaledóníu, frönskum eyjaklasa í Suðvestur-Kyrrahafi, um helgina.

Þorgrímur Kári Snævarr

thorgrimur@mbl.is

Kosningar voru haldnar í Nýju-Kaledóníu, frönskum eyjaklasa í Suðvestur-Kyrrahafi, um helgina. Sjálfstæðissinnum sem vilja rjúfa tengsl eyjaklasans við Frakkland mistókst þar að vinna meirihluta á þingi líkt og þeir höfðu vonast til.

Íbúar Nýju-Kaledóníu kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu í nóvember í fyrra um það hvort þeir vildu skilja sig frá Frakklandi og stofna sjálfstætt ríki en höfnuðu því með 56,4 prósentum atkvæða. Naum útkoman úr atkvæðagreiðslunni hafði þó veitt sjálfstæðissinnum í Þjóðfrelsisfylkingu kanaka og sósíalista (Front de libération nationale kanak et socialiste) von um að geta unnið meirihluta á nýkaledónska sjálfstjórnarþinginu. Eftir kosninguna er niðurstaðan hins vegar sú að flokkar sem hlynntir eru áframhaldandi sambandi við Frakkland hafa hreppt rúman helming þingsæta, eða 28 af 54. Bandalag miðhægriflokka sem tengjast franska Repúblikanaflokknum (Les Républicains) vann 16 þingsæti og mun líklega mynda næstu stjórn eyjaklasans.