Dagný Brynjarsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir — Ljósmynd/Reimund Sand
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í bandarísku atvinnudeildinni þegar lið hennar Portland Thorns vann Orlando Pride 3:1 á útivelli. Orlando komst yfir snemma leiks en Dagný jafnaði metin á 28.

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í bandarísku atvinnudeildinni þegar lið hennar Portland Thorns vann Orlando Pride 3:1 á útivelli. Orlando komst yfir snemma leiks en Dagný jafnaði metin á 28. mínútu af miklu harðfylgi eftir að skot samherja hennar var varið. Portland er þá komið með 8 stig í fjórða sæti eftir fyrstu fjóra leikina og hefur ekki tapað leik. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og samherjar í Utah Royals máttu sætta sig við ósigur gegn Houston Dash á heimavelli, 1:2. Þetta eru fyrstu stigin sem Utah tapar, liðið hafði unnið þrjá fyrstu leiki sína og er nú í öðru sæti með 9 stig. Gunnhildur lék allan leikinn á miðjunni hjá Utah.

Andrea Thorisson skoraði sigurmark Limhamn Bunkeflo í óvæntum 3:2-sigri á Rosengård í Svíþjóð. Andrea kom inn á sem varamaður á 89. mínútu og lét strax að sér kveða. Glódís Perla Viggósdóttir var í vörn Rosengård.