Þorvaldur Þórarinsson fæddist 12. nóvember 1969. Hann lést 26. mars 2019.

Útför Þorvalds fór fram 8. apríl 2019.

Elsku hjartans Þorvaldur bróðir minn, mér finnst alveg ömurlegt að þú sért farinn, sannarlega varstu elskaður, kæri bróðir.

Ég man þá tíma þegar þú komst á Njálsgötu og við fórum saman á rúntinn – þú áttir alltaf tyggjó í bílnum. Það var svaka stuð að vera tyggjó-brjálæðingar á flottum bíl – þú varst hetja og æðrulaus með eindæmum – leiðinlegt að hafa ekki verið hjá þér þegar þú fórst. Þú reyndist mér vel og yfir þér var falleg ára, falleg sál sem fer eftir því á góðan stað (það er bara lögmál í alheiminum). Þetta kom virkilega flatt upp á mig og mjög erfitt að skilja.

Maður er ekki líkamleg vera sem verður andleg – maður er andleg vera sem er stundum líkamleg – staðreynd. Ég elska þig út af lífinu, geri það núna, gerði það og mun gera það hiklaust í eilífðinni líka. Þú stóðst þig eins og hetja, elsku hjartans ljósið mitt.

Ég verð ávallt systir þín á himni sem og jörðu. Ég treysti Guði algerlega.

Ég votta ykkur, pabbi, Selmu Huld, Ragnar Smára, Helenu, systkinum mínum, vinum og vandamönnum mína dýpstu samúð á þessari sorgarstund.

Ég elska þig.

Kveðja, þín litla systir,

Hrefna Björt.