Huga þarf að uppgræðslu á einni milljón hektara lands í verkefnum sem taka eina öld í framkvæmd. Þetta segir Árni Bragason landgræðslustjóri sem telur koma til greina að stöðva upprekstur á ákveðnum afréttum.

Huga þarf að uppgræðslu á einni milljón hektara lands í verkefnum sem taka eina öld í framkvæmd. Þetta segir Árni Bragason landgræðslustjóri sem telur koma til greina að stöðva upprekstur á ákveðnum afréttum. Slíkt hafi þegar gerst í nokkrum mæli með gæðastýringu í sauðfjárrækt. Lítið þurfi þó til svo jafnvægið í náttúrunni raskist og gróðureyðing fari af stað. Árni telur ennfremur að geyma skuli ræktarland framtíðar áfram sem mýrlendi í stað þess að ræsa það fram. Þá megi gjarnan moka ofan í skurði samsíða vegum því þeir skapi slysahættu. 6