Rúmlega 40 ríki Bandaríkjanna hafa hafið lögsókn á hendur lyfjafyrirtækjum sem þau saka um samsæri um verðhækkanir á algengum lyfjum.

Rúmlega 40 ríki Bandaríkjanna hafa hafið lögsókn á hendur lyfjafyrirtækjum sem þau saka um samsæri um verðhækkanir á algengum lyfjum.

Í stefnunni segir að allt að 20 lyfjafyrirtæki hafi átt aðild að verðsamráðinu sem náð hafi til á annað hundrað lyfja, þar á meðal lyfjum sem brúkuð eru við meðferð gegn sykursýki og krabbameini.

Meðal fyrirtækjanna er Teva Pharmaceuticals, stærsti framleiðandi samheitalyfja í veröldinni.

Koma m.a. fram í stefnunni dæmi um samráð um yfir 1.000% hækkun. „Við höfum gögn er sýna afdráttarlaust að framleiðendur samheitalyfja svindluðu á bandarískum almenningi sem svarar mörgum milljörðum dollara,“ segir stefnandi málsins, William Tong, saksóknari Connecticut-ríkis.