Friðrik Ingi Rúnarsson
Friðrik Ingi Rúnarsson — Morgunblaðið/Eggert
Þór Þorlákshöfn tilkynnti í gær að félagið hefði ráðið þjálfarann reynda Friðrik Inga Rúnarsson til að taka við karlaliði félagsins í körfuknattleik af Baldri Þór Ragnarssyni sem samdi á dögunum við Tindastól.

Þór Þorlákshöfn tilkynnti í gær að félagið hefði ráðið þjálfarann reynda Friðrik Inga Rúnarsson til að taka við karlaliði félagsins í körfuknattleik af Baldri Þór Ragnarssyni sem samdi á dögunum við Tindastól. Er þetta í annað skiptið á nokkrum árum sem Þór sækir þjálfara til Njarðvíkur en Einar Árni Jóhannsson þjálfaði Þór frá 2015-2018.

Friðrik Ingi er 51 árs og á honum mátti skilja í fyrra að hann væri hættur þjálfun. Hann saknaði hins vegar körfuboltans eins og fram kemur í spjalli Hafnarfrétta við Friðrik. Friðrik gerði Njarðvík tvívegis að Íslandsmeisturum og Grindavík einu sinni. Hann hefur einnig þjálfað KR og Keflavík auk íslenska landsliðsins.

Þór hafnaði í 6. sæti í Dominos-deildinni á nýafstöðnu tímabili. Í 8-liða úrslitum sló liðið út Tindastól 3:2 eftir að hafa lent 0:2 undir. Í undanúrslitum féll liðið úr keppni á móti KR 1:3. kris@mbl.is