Tónlistarmaðurinn Liam Gallagher, fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Oasis, er hvergi nærri hættur að rífa kjaft. Nú vill hann banna börnum að nota samfélagsmiðla, sem hann segir hafa skaðleg áhrif á þroska þeirra.
Tónlistarmaðurinn Liam Gallagher, fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Oasis, er hvergi nærri hættur að rífa kjaft. Nú vill hann banna börnum að nota samfélagsmiðla, sem hann segir hafa skaðleg áhrif á þroska þeirra. Í sama viðtali við Q- tímaritið bölvar hann David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í sand og ösku fyrir að hafa efnt til Brexit þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu landsins úr ESB. Ummæli söngvarans um Cameron eru vart prenthæf en þar koma eistu hans fyrir og vítiseldur. Í vikunni gaf Liam út nýtt lag sem ber heitið Shockwave sem er af væntanlegri sólóplötu hans sem ber heitið Why me? Why not?