Flugfélagið hefur verið að rétta úr kútnum undanfarið.
Flugfélagið hefur verið að rétta úr kútnum undanfarið.
Ferðaþjónusta Gengi bréfa Icelandair fór í 11,10 krónur á hlut í gær og er það í fyrsta sinn það sem af er ári sem bréf félagsins ná slíkum hæðum.

Ferðaþjónusta Gengi bréfa Icelandair fór í 11,10 krónur á hlut í gær og er það í fyrsta sinn það sem af er ári sem bréf félagsins ná slíkum hæðum. Bréf Icelandair hækkuðu næstmest allra í viðskiptum gærdagsins, eða um 1,28% í 75 milljóna króna viðskiptum. Í byrjun þessa árs stóð gengi bréfanna í 9,46 krónum og hefur því hækkað um tæp 15% frá þeim tíma. Bréfin tóku mikla dýfu í byrjun febrúar en hafa verið að rétta sig af síðustu mánuði.

Líkt og fram kom í fréttum í vikunni jókst farþegafjöldi Icelandair um 14% í maí miðað við sama tíma í fyrra. Þá var sætanýting flugfélagsins talsvert betri eða 82,5% samanborið við 77,7% í maí á síðasta ári.