Netverslun Nú er hægt að kaupa lyfseðilsskyld og lausasölulyf í netverslun Garðs Apóteks. Með þessu er Garðs Apótek nú fyrsta apótekið hér á landi til að bjóða neytendum upp á netverslun við kaup á lyfjum.

Netverslun Nú er hægt að kaupa lyfseðilsskyld og lausasölulyf í netverslun Garðs Apóteks. Með þessu er Garðs Apótek nú fyrsta apótekið hér á landi til að bjóða neytendum upp á netverslun við kaup á lyfjum.

Haukur Ingason, eigandi Garðs Apóteks, segir netverslun lyfja mikla búbót fyrir íslensk heimili. „Neytendur geta til að mynda séð lyfseðla sína og barnanna, pantað tiltekt á lyfseðla, greitt lyfin, pantað heimsendingu á lyfjunum og séð greiðslutímabil sitt og greiðslustöðu hjá SÍ. Flestir nota þó apótekið aðallega til að flýta fyrir sér, panta tiltekt á lyfseðla og koma síðan og sækja lyfin sem eru þá tilbúin til afhendingar í apótekinu,“ segir Haukur og bætir við að verslun með lyf á netinu sé framtíðin.

Til að fá heimild til sölu lyfja á netinu þarf að lúta ströngum skilyrðum og öryggiskröfum Lyfjastofnunar og landlæknis. Hugbúnaðarfyrirtækið CodeBear sá um þróun kerfisins fyrir Garðs Apótek en það heldur utan um kaupferlið auk tenginga við Lyfseðilsgáttina og Sjúkratryggingar Íslands.