[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Dzsenifer Marozsán , miðjumaður þýska landsliðsins í knattspyrnu og Evrópumeistara Lyon, missir af tveimur síðari leikjum Þjóðverja í riðlakeppni HM í Frakklandi vegna meiðsla.

* Dzsenifer Marozsán , miðjumaður þýska landsliðsins í knattspyrnu og Evrópumeistara Lyon, missir af tveimur síðari leikjum Þjóðverja í riðlakeppni HM í Frakklandi vegna meiðsla. Hún tábrotnaði í fyrsta leik gegn Kínverjum og spilar ekki gegn Spáni í dag eða Suður-Afríku á mánudag. Vonir standa til að hún geti leikið í útsláttarkeppni mótsins.

*Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í færeyska knattspyrnuliðinu NSÍ Runavík, drógust í gær gegn Ballymena frá Norður-Írlandi í forkeppni Evrópudeildar UEFA. Leikið er um sæti í 1. umferð en þar hefja Breiðablik, Stjarnan og KR keppni.

*Spánverjinn David Pisonero hefur verið ráðinn þjálfari Vardar Skopje frá Makedóníu, nýkrýndra Evrópumeistara karla í handknattleik. Hann kemur í staðinn fyrir landa sinn, Roberto García, sem hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðs Egyptalands.

*Norður-Írinn Rory McIlroy er kominn í þriðja sæti heimslistans í golfi eftir sigur á Opna kanadíska meistaramótinu um síðustu helgi. Brooks Koepka er efstur þrettándu vikuna í röð og Dustin Johnson er annar. Á eftir McIlroy koma Justin Rose og Tiger Woods. Þessir eru allir á leið á US Open sem hefst í Kaliforníu á morgun.