— Morgunblaðið/Eggert
Vaskir liðsmenn erlendrar lúðrasveitar spásseruðu um miðbæ Reykjavíkur um helgina og léku fyrir borgarbúa og gesti þeirra.
Vaskir liðsmenn erlendrar lúðrasveitar spásseruðu um miðbæ Reykjavíkur um helgina og léku fyrir borgarbúa og gesti þeirra. Meðal viðkomustaða var Austurvöllur sem er jafnan þétt setinn þegar sú gula lætur sjá sig, en vel hefur viðrað í borginni um margra daga skeið. Tónlistin var upplífgandi fyrir hlustendur sem margir hverjir sátu úti á veitingastöðum eða kaffihúsum og nutu lífsins.