Áhugasöm Nemendur í Háskóla unga fólksins á námskeiði í blaða- og fréttamennsku í Veröld húsi Vigdísar í gær.
Áhugasöm Nemendur í Háskóla unga fólksins á námskeiði í blaða- og fréttamennsku í Veröld húsi Vigdísar í gær. — Morgunblaði/Arnþór Birkisson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Háskóli unga fólksins var settur í 16. sinn í gærmorgun, en skólinn fagnar nú 15 ára afmæli.

Guðrún Erlingsdóttir

ge@mbl.is

Háskóli unga fólksins var settur í 16. sinn í gærmorgun, en skólinn fagnar nú 15 ára afmæli.

Kristín Ása Einarsdóttir, skólastjóri Háskóla unga fólksins, segir að einu sinni á ári í tæpa viku sé Háskóli Íslands opnaður fyrir ungu kynslóðinni. Kristín segir Háskóla unga fólksins vera í raun samfélagsverkefni sem gefi krökkum skráargat inn í fræðin. Krakkarnir fái að upplifa vísindin með fræðimönnum Háskóla Íslands og kynnast í leiðinni ólíkum fræðagreinum af öllum fræðasviðum háskólans, kynnast háskólasvæðinu og upplifa alls konar skemmtilega hluti.

370 krakkar á aldrinum 12 til 16 ára komast að í Háskóla unga fólksins. Aðsókn í skólann er mikil og öll pláss fyllast um leið og opnað er fyrir skráningu.