Kylian Mbappé
Kylian Mbappé
Frakkar eru komnir í efsta sæti H-riðils undankeppni EM í knattspyrnu eftir sigur á Andorra, 4:0, á gervigrasvellinum í Pyrena-fjöllum í gærkvöld, á meðan Íslendingar afgreiddu Tyrki á Laugardalsvellinum.

Frakkar eru komnir í efsta sæti H-riðils undankeppni EM í knattspyrnu eftir sigur á Andorra, 4:0, á gervigrasvellinum í Pyrena-fjöllum í gærkvöld, á meðan Íslendingar afgreiddu Tyrki á Laugardalsvellinum.

Frakkar, Tyrkir og Íslendingar eru þar með allir með 9 stig eftir fjóra leiki, hafa unnið heimaleikina hverjir gegn öðrum, en innbyrðis er markatala Frakkanna best og lökust hjá Íslendingum.

Frakkar gerðu út um leikinn í Andorra fyrir hlé. Kylian Mbappé skoraði á 11. mínútu, Wissam Ben Yedder á 30. mínútu og Florian Thauvin á lokamínútu fyrri hálfleiks. Kurt Zouma átti síðan lokaorðið með marki á 60. mínútu.

Albanar eru komnir með 6 stig eftir sigur á Moldóvum á heimavelli í Elbasan, 2:0. Sokol Cikalleshi skoraði um miðjan síðari hálfleik og Ylber Ramadani, leikmaður Vejle í Danmörku, tryggði sigurinn með marki í uppbótartíma. vs@mbl.is