Sigurmark Jill Roord fagnar eftir að hafa tryggt Hollendingum sigur á Nýsjálendingum með marki á lokasekúndum í uppbótartímanum.
Sigurmark Jill Roord fagnar eftir að hafa tryggt Hollendingum sigur á Nýsjálendingum með marki á lokasekúndum í uppbótartímanum. — AFP
Bandaríkin unnu í gærkvöld sannkallaðan risasigur á Taílandi, 13:0, í síðasta leik fyrstu umferðarinnar á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu í Reims í Frakklandi. Staðan var 3:0 eftir 50 mínútur en eftir það hrundi leikur Taílendinga gjörsamlega.

Bandaríkin unnu í gærkvöld sannkallaðan risasigur á Taílandi, 13:0, í síðasta leik fyrstu umferðarinnar á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu í Reims í Frakklandi. Staðan var 3:0 eftir 50 mínútur en eftir það hrundi leikur Taílendinga gjörsamlega. Alex Morgan skoraði fimm markanna en bandaríska liðið setti með þessu met í lokakeppni HM. Þýskaland vann áður stærsta sigurinn, 11:0 á Argentínu árið 2007.

Svíar lentu í basli með Síle í sama riðli en náðu að skora tvisvar undir lokin og sigruðu 2:0.

Evrópumeistarar Hollands lögðu Nýja-Sjáland að velli, 1:0, í E-riðli í Le Havre þarsem Jill Roord, leikmðaur Arsenal, skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. KR-ingurinn Betsy Hassett lék fyrstu 67 mínúturnar á miðjunni hjá Nýja-Sjálandi. Holland og Kanada eru því með þrjú stig eftir fyrstu umferð riðilsins. vs@mbl.is