Hetjur Logi Geirsson og Herkúles voru áhugaverðar fyrirmyndir
Hetjur Logi Geirsson og Herkúles voru áhugaverðar fyrirmyndir
Teiknimyndin Herkúles er mér mjög mikilvæg, þótt ég hafi ekki séð hana í hálfan annan áratug. Í rauninni man ég lítið um hvað myndin fjallar.

Teiknimyndin Herkúles er mér mjög mikilvæg, þótt ég hafi ekki séð hana í hálfan annan áratug.

Í rauninni man ég lítið um hvað myndin fjallar. Hún byggist afar lauslega á hinni ágætu goðafræði Grikkja og fjallar um hálfguðinn Herkúles, sem mig minnir að berjist á einhverjum tímapunkti við skrímsli með marga hálsa og fær hetjuþjálfun frá einhvers konar geitamanni.

En söguþráðurinn skipti ekki máli. Herkúles var Shawshank Redemption minnar barnæsku.

Þegar ég verð stór, sagði ég margoft sem barn, ætla ég að verða Herkúles. Ef ég get ekki orðið Herkúles ætla ég að verða Logi Geirsson, því fyrir mér var hann sá maður sem var næst því að vera Herkúles.

Ég á erfitt með að átta mig á hvers vegna Herkúles var svona áhrifamikil persóna.

Í síðari tíð hafa komið út fleiri myndir um Herkúles, sem allar hafa fengið dræmar viðtökur, ég ákvað að sjá þær ekki.

Ég er alveg viss að ef ég horfi á þessar myndir, eða teiknimyndina sem var mér svo mikilvæg, muni ég átta mig á því að Herkúles var ekki endilega mikið betri fyrirmynd en Logi Geirsson.

Sumt er best geymt í fortíðinni.

Pétur Magnússon

Höf.: Pétur Magnússon