Gagnvirkir skjáir gjörbreyta kennslunni.
Gagnvirkir skjáir gjörbreyta kennslunni.
Að skapa frábært og fræðandi umhverfi krefst aðgangs að fjölbreytilegum hugbúnaði og margmiðlunarefni, úrræðum til þess að kynna námsefnið og deila hugmyndum. Það þarf búnað fyrir mismunandi kennsluaðferðir til þess að hjálpa nemendum að ná árangri.

Að skapa frábært og fræðandi umhverfi krefst aðgangs að fjölbreytilegum hugbúnaði og margmiðlunarefni, úrræðum til þess að kynna námsefnið og deila hugmyndum. Það þarf búnað fyrir mismunandi kennsluaðferðir til þess að hjálpa nemendum að ná árangri. Gagnvirkir skjáir frá SMART og Prowise eru góð lausn sem gerir kennslu með tölvum auðveldari og áhrifaríkari.

Gagnvirkir skjáir umbreyta tölvunni í kennslu- og samstarfstæki. Með þeim er hægt að stjórna hugbúnaði, hafa aðgang að og sýna upplýsingar frá internetinu, sýna myndbönd og flytja kynningar, allt frá einum stað með því einfaldlega að snerta skjáinn eða skrifa á hann með þar til gerðum penna eða fingri. Einnig er hægt að fá PC-tölvu innbyggða í gagnvirka skjáinn.

Hámarksárangur í kennslustofunni fæst með því að sýna fjölbreytilegt margmiðlunarefni frá einum stað. Kennsluna má bæta með því að beina athygli að aðalatriðum og skrifa niður punkta á skjámyndina. Síðan er hægt að búa til skýrslu um efni kennslustundarinnar sem síðan má prenta, senda með tölvupósti eða gefa út sem HTML-skjal.

Skjáirnir eru með innbyggt Android-stýrikerfi og einnig er hægt að fá PC-tölvu sem tengist í hólf í baki skjásins. Sumir skjáir eru með fjóra hljóðnema, gott hljóðkerfi og vefmyndavél sem staðalbúnað. Ýmsar rafmagns vegg- og hjólafestingar eru í boði.