Skúlptúrar Verk eftir Örn á sýningunni.
Skúlptúrar Verk eftir Örn á sýningunni.
Ferðamyndir - Travel Pieces nefnist sýning sem Örn Þorsteinsson, myndhöggvari og málari, opnar á nýjum verkum í galleríinu Klaustri að Skriðuklaustri í dag.
Ferðamyndir - Travel Pieces nefnist sýning sem Örn Þorsteinsson, myndhöggvari og málari, opnar á nýjum verkum í galleríinu Klaustri að Skriðuklaustri í dag. Örn sýnir litla skúlptúra steypta í brons, póleraða og patíneraða, ásamt frummyndum úr plastefnum og grænlenskum kljásteini auk nokkurra stærri verka.

Örn útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1971 og stundaði einnig nám í Stokkhólmi. Hann hefur unnið að listsköpun í tæp 50 ár og m.a. þekktur fyrir skúlptúra sem sækja í klassíska höggmyndahefð 20. aldar. Sýningunni lýkur 31. ágúst og er hún opin alla daga kl. 10-18.