Gerður Guðmundsdóttir
Gerður Guðmundsdóttir
Gerður Guðmundsdóttir opnar sýninguna Skynjun – Má snerta í Listasal Mosfellsbæjar í dag kl. 16. Gerður lauk prófi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hefur unnið sjálfstætt að myndlist síðan.

Gerður Guðmundsdóttir opnar sýninguna Skynjun – Má snerta í Listasal Mosfellsbæjar í dag kl. 16. Gerður lauk prófi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hefur unnið sjálfstætt að myndlist síðan.

Á sýningunni er brotin sú almenna regla að ekki megi snerta listaverkin, að því er fram kemur í tilkynningu, og eru gestir hvattir til að snerta verkin og skynja þau þannig. Sýningin er sérstaklega hönnuð með þarfir blindra og sjónskertra í huga og eru öll nema eitt þrívíddarverk.

Listasalur Mosfellsbæjar er opinn kl. 12-18 á virkum dögum og kl. 12-16 á laugardögum. Síðasti sýningardagur er 13. september.