Rúnar Már Sigurjónsson
Rúnar Már Sigurjónsson — Morgunblaðið/Eggert
Fimm Íslendingar eru komnir áfram í 4. umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu en seinni leikirnir í 3. umferð fóru fram í gær.

Fimm Íslendingar eru komnir áfram í 4. umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu en seinni leikirnir í 3. umferð fóru fram í gær.

Arnór Ingvi Traustason hjá Malmö , Kolbeinn Sigþórsson hjá AIK, Willum Þór Willumsson hjá BATE Borisov, Rúnar Már Sigurjónsson hjá Astana og Albert Guðmundsson hjá AZ eru komnir áfram í keppninni með sínum liðum.

Þeir Rúnar Már og Willum munu raunast mætast í 4. umferðinni ef Astana og BATE tefla þeim fram.

Hjörtur Hermannsson hjá Bröndby, Mikael Anderson hjá Midtjylland og Guðmundur Þórarinsson hjá Norrköping eru hins vegar úr leik í keppninni með sínum liðum en þess má geta að tveir ungir Skagamenn eru einnig í herbúðum Norrköping: Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson.

Úrslitin í leikjunum, úrslitin í rimmunum og þátttöku íslensku leikmannanna má sjá í úrslitadálknum hér vinstra megin á síðunni. sport@mbl.is