Í dag er MBA-nám í boði við háskóla um allan heim en ólíkt snið er á náminu eftir löndum og háskólum. Námið við HÍ myndi flokkast sem „Executive MBA“.

Í dag er MBA-nám í boði við háskóla um allan heim en ólíkt snið er á náminu eftir löndum og háskólum. Námið við HÍ myndi flokkast sem „Executive MBA“. „Í Bretlandi og Bandaríkjunum er sums staðar boðið upp á eins árs MBA-nám í fullu námi (e. full time) og yfirleitt miðað að þörfum yngri nemenda sem eru nýkomnir úr grunnnámi í háskóla og vilja styrkja sig áður en þeir fara út á vinnumarkaðinn,“ útskýrir Svala. „„Executive“ MBA er sniðið að fólki sem þegar er á vinnumarkaði og ýmist orðið stjórnendur eða með augastað á stjórnandastöðu. Námið fer þá fram með vinnu og hjá HÍ er kennt aðra hverja helgi frá 9 til 5 föstudaga og laugardaga.“

Loks er svokallað „global MBA“ þar sem nemendur taka námslotur víða um heim. Námið hjá HÍ er þannig að hluta, þar sem nemendur taka tvö námskeið erlendis, en hópurinn ferðast bæði til Yale í Bandaríkjunum og IESE á Spáni og situr strembin MBA-námskeið frá morgni til kvölds. „Annars getur „global MBA“-gráða verið þannig að nemandinn situr fyrirlestra í Tókýó eina lotu, í Sjanghaí þá næstu, svo í New York og því næst í London, til að fá alþjóðlega innsýn og kynnast sem fjölbreyttustum mörkuðum, skólum og menningu.“