Dæmdur A$AP Rocky hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás í Stokkhólmi.
Dæmdur A$AP Rocky hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás í Stokkhólmi.
Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem dæmdur var í Stokkhólmi í fyrradag til tveggja ára skilorðsbundins fangelsis ásamt tveimur lífvörðum sínum fyrir að hafa ráðist á 19 ára pilt, tjáði sig um dómsúrskurðinn á Instagram í gær og þakkaði aðdáendum sínum,...

Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem dæmdur var í Stokkhólmi í fyrradag til tveggja ára skilorðsbundins fangelsis ásamt tveimur lífvörðum sínum fyrir að hafa ráðist á 19 ára pilt, tjáði sig um dómsúrskurðinn á Instagram í gær og þakkaði aðdáendum sínum, vinum og samstarfsmönnum fyrir stuðninginn í málaferlunum.

Rocky, réttu nafni Rakim Mayers, var handtekinn vegna líkamsárásar 3. júlí auk þriggja annarra í kjölfar slagsmála sem brutust út á götu í Stokkhólmi. Hann var látinn laus úr varðhaldi í byrjun þessa mánaðar og eftir að hafa hlotið skilorðsbundinn dóm í fyrradag hélt hann af landi brott. Tveir lífverðir hans, Bladimir Corniel og David Rispers, hlutu einnig skilorðsbundinn dóm og var því einnig sleppt úr haldi. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að árásin hefði ekki verið svo alvarleg að dæma ætti þremenningana í fangelsi.