Á þessum degi árið 1962 leit fyrsta smáskífa Stevland Hardaway Judkins dagsins ljós. Það kannast eflaust fáir við skírnarnafn tónlistarmannsins en hann öðlaðist frægð og frama undir listamannsnafninu Stevie Wonder.
Á þessum degi árið 1962 leit fyrsta smáskífa Stevland Hardaway Judkins dagsins ljós. Það kannast eflaust fáir við skírnarnafn tónlistarmannsins en hann öðlaðist frægð og frama undir listamannsnafninu Stevie Wonder. Lagið sem um ræðir heitir „I Call It Pretty Music, But The Old People Call It The Blues“ og var Wonder ekki nema 12 ára gamall þegar það kom út. Síðan eru liðin 55 ár og er tónlistarmaðurinn enn í fullu fjöri, á að baki afar farsælan feril og er sannkölluð tónlistargoðsögn í lifanda lífi.