Árleg Hólahátíð fer fram í Skagafirði um helgina. Dagskráin hefst á morgun kl. 9 með helgistund í Grafarkirkju á Höfðaströnd og að henni lokinni verður pílagrímaganga að Hólum í Hjaltadal.

Árleg Hólahátíð fer fram í Skagafirði um helgina. Dagskráin hefst á morgun kl. 9 með helgistund í Grafarkirkju á Höfðaströnd og að henni lokinni verður pílagrímaganga að Hólum í Hjaltadal. Málþing fer fram síðdegis á laugardag í Háskólanum á Hólum um áhrif mennta- og menningarsetra í dreifbýlinu.

Hátíðarmessa verður í Hóladómkirkju á sunnudag kl. 14 og veislukaffi að því loknu. Kl. 16 hefst svo athöfn í kirkjunni og Hólaræðuna að þessu sinni flytur Sigrún Magnúsdóttir, þjóðfræðingur og fv. ráðherra og borgarfulltrúi.