Lesendur kannast eflaust margir við þá staðalmynd að konur séu næmari á tilfinningar en karlmenn og betur lagið að fást við tilfinningar annarra.

Lesendur kannast eflaust margir við þá staðalmynd að konur séu næmari á tilfinningar en karlmenn og betur lagið að fást við tilfinningar annarra. Sue segir rannsóknir þvert á móti benda til að kynin standi hér um bil jafnfætis og bara hægt að greina lítilsháttar mun, þar sem karlar virðast næmari á að greina merki um reiði, en konur eiga auðveldara með að koma auga á þegar fólk í kringum þær sýni merki depurðar. „Rannsóknirnar segja okkur hins vegar að tilfinningagreind fólks eykst iðulega með aldrinum, enda kennir reynslan okkur að fást betur við annað fólk og eiga í farsælum samskiptum við samferðamenn okkar.“

Er áhyggjuefni að vísbendingar eru um að tilfinningagreind ungs fólks fari hrakandi og segir Sue að ástæðan kunni að vera að unga kynslóðin lifi og hrærist í sýndarheimi. „Uppvaxtarár unga fólksins bjóða því upp á færri tækifæri til að æfa heilbrigð samskipti augliti til auglitis við annað fólk og þroska með því næmni á alls kyns látbragð og vísbendingar sem segja til um líðan annarra.“