Fyrirliði Megan Rapinoe í fagnaðarlátunum í New York.
Fyrirliði Megan Rapinoe í fagnaðarlátunum í New York. — AFP
Leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sem urðu heimsmeistarar annað mótið í röð fyrr í sumar, munu halda málsókn sinni á hendur bandaríska knattspyrnusambandinu til streitu. Leikmenn stefndu sambandinu vegna launamisréttis.

Leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sem urðu heimsmeistarar annað mótið í röð fyrr í sumar, munu halda málsókn sinni á hendur bandaríska knattspyrnusambandinu til streitu. Leikmenn stefndu sambandinu vegna launamisréttis. Mál var höfðað í mars og í vikunni varð endanlega ljóst að engin sátt myndi nást í málinu og fer það því fyrir dómstóla.

Liðið fékk 1,7 milljónir dollara fyrir sigur á HM 2015 en karlaliðið 5,4 millj-ónir dollara fyrir að komast í 16-liða úrslit HM ári áður.