Söngkonan Diddú, Sigurður Ingvi Snorrason klarínettuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari hefja stutta tónleikaferð í dag með tónleikum í Skólahúsinu á Kópaskeri kl. 20.
Söngkonan Diddú, Sigurður Ingvi Snorrason klarínettuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari hefja stutta tónleikaferð í dag með tónleikum í Skólahúsinu á Kópaskeri kl. 20. Næst er förinni heitið í Mývatnssveit þar sem þau koma fram í Reykjahlíðarkirkju á morgun kl. 16 og síðasti viðkomustaður er svo Akureyri þar sem tónleikar verða haldnir í Hofi á sunnudag kl. 17. Á efnisskránni verða hjarðlög og -söngvar til heiðurs smölum landsins o.fl. lög.