Málningarlög Verk á sýningunni.
Málningarlög Verk á sýningunni.
Sýningarrýmið 1.h.v. opnar í dag kl. 17 sýningu á verki eftir Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur og Pétur Magnússon og í tengslum við sýninguna kemur út bókverkið Lög . 1.h.v.

Sýningarrýmið 1.h.v. opnar í dag kl. 17 sýningu á verki eftir Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur og Pétur Magnússon og í tengslum við sýninguna kemur út bókverkið Lög . 1.h.v. er í fjölbýlishúsi að Lönguhlíð 19, 105 Reykjavík, og er eins og nafnið gefur til kynna í íbúð á fyrstu hæð vinstra megin.

Sýningin er opin á miðvikudögum kl. 16-18 og einnig eftir samkomulagi.

Um Lög eða Layers segir að þar sé komin litasaga 1.h.v. frá árinu 1949. „Skyggnst var undir málningarlög sýningarrýmisins og litaflóran dregin fram í herbergjum íbúðarinnar,“ segir á Facebook og eru veggfóður og ljósmyndir efniviður verka þar sem sjónarhorn og aðferð skapa óvænta möguleika í skynjun umhverfisins, eins og því er lýst.