— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Yfir 100 manna sveit frá bandaríska flughernum sinnir nú loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins (NATO) hér við land.

Yfir 100 manna sveit frá bandaríska flughernum sinnir nú loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins (NATO) hér við land. Þurfti hún fyrr í þessum mánuði að hafa afskipti af tveimur langdrægum sprengjuflugvélum Rússa af gerðinni Tupolev TU-142, sem betur eru þekktar sem Björninn. Dominic Collins, yfirmaður sveitarinnar, og Michael Abernathy næstráðandi segja aðgerð ina hafa gengið vel. Þeir tóku í gær á móti blaðamanni og ljósmyndara á öryggissvæði NATO á Keflavíkurflugvelli og fræddu þá um loftrýmisgæsluna. 10-11