[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Birkir Bjarnason , landsliðsmaður í fótbolta, gæti verið á leið aftur til Ítalíu en hann er í leit að nýju félagi eftir að hafa rift samningi sínum við Aston Villa.

* Birkir Bjarnason , landsliðsmaður í fótbolta, gæti verið á leið aftur til Ítalíu en hann er í leit að nýju félagi eftir að hafa rift samningi sínum við Aston Villa. Umboðsmaður Birkis, Norðmaðurinn Jim Solbakken, mun hafa tjáð ítalska miðlinum Europa Calcio að Birkir sé með tilboð frá tveimur félögum í ítölsku A-deildinni; Spal og Genoa, sem enduðu í 13. og 17. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Birkir lék með Pescara og Sampdoria á árunum 2012-2015.

* Guðrún Brá Björgvinsdóttir , Íslandsmeistari í golfi síðustu tvö ár, missti naumlega af því að komast í gegnum niðurskurðinn á Bossey Ladies mótinu í Frakklandi, sem er hluti af LET Access mótaröðinni. Guðrún lék á +7 höggum í gær og var því á +11 eftir tvo daga, tveimur höggum frá niðurskurðarlínunni.