Prag-farar Blikakonur fara til Tékklands í 32-liða úrslitunum.
Prag-farar Blikakonur fara til Tékklands í 32-liða úrslitunum. — Morgunblaðið/Hari
Breiðablik dróst gegn tuttuguföldum Tékklandsmeisturum Sparta Prag í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gær. Um er að ræða andstæðing með mikla reynslu af því að spila á þessu stigi keppninnar.

Breiðablik dróst gegn tuttuguföldum Tékklandsmeisturum Sparta Prag í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gær. Um er að ræða andstæðing með mikla reynslu af því að spila á þessu stigi keppninnar.

„Ég held að við eigum ágæta möguleika. Þetta verða tveir erfiðir leikir en við munum gera allt sem við getum til að komast áfram,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistaranna, en Blikakonur sluppu við allra bestu lið Evrópu.

Fyrir tveimur árum mætti Stjarnan öðru tékknesku liði, þáverandi meisturum Slavia Prag, og féll naumlega úr leik í 16-liða úrslitum. Sparta vann titilinn af erkifjendum sínum með naumindum árið 2018 og fylgdi því eftir með öruggum sigri á síðustu leiktíð, þegar liðið tapaði ekki leik í deildinni.

Sparta hefur eins og fyrr segir verið fastagestur í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar frá árinu 2009 og fimm sinnum komist í 16-liða úrslit á þeim tíma, en ekki lengra. Liðið komst í 8-liða úrslit tímabilið 2005-06, sem er besti árangur þess, rétt eins og hjá Breiðabliki sem fór jafnlangt ári síðar. Spartaði mætti Ajax frá Hollandi í 32-liða úrslitum í fyrra og tapaði þá samanlagt 4:1.

Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg drógust gegn Mitrovica frá Kósóvó.

sindris@mbl.is