Hólar Pílagrímamerkið fremst og dómkirkjan mikla er í baksýn.
Hólar Pílagrímamerkið fremst og dómkirkjan mikla er í baksýn.
Áhrif mennta- og menningarsetra í dreifbýli eru umfjöllunarefni á málþingi á Hólum í Hjaltadal í Skagafirði dag. Til þess er efnt samhliða Hólahátíð, sem haldin er nú um helgina samkvæmt venju á sunnudegi í 17. viku sumars.

Áhrif mennta- og menningarsetra í dreifbýli eru umfjöllunarefni á málþingi á Hólum í Hjaltadal í Skagafirði dag. Til þess er efnt samhliða Hólahátíð, sem haldin er nú um helgina samkvæmt venju á sunnudegi í 17. viku sumars.

Dagskrá hátíðarinnar hefst í dag, laugardag, með helgistund í Grafarkirkju á Höfðaströnd. Að henni lokinni verður haldið í pílagrímagöngu og gengið heim að Hólum. Þegar þangað verður komið er gengið til kirkju, skírnin endurnýjuð og altarissakramentisins neytt. Fyrr um morguninn gefst fólki kostur á að ganga upp í Gvendarskál í Hólabyrðu, en þar er fornt altari. Sagnir herma að Guðmundur Arason biskup hinn góði hafi farið þangað reglulega til bænahalds.

Á fyrrgreindu málþingi, sem hefst kl. 17, ræða fræðimenn vítt og breitt um stöðu menntasetra og stöðu þeirra í hinum dreifðu byggðum landsins, meðal annars um hlutverk háskóla í mótun samfélaga. Má þar meðal annars tiltaka erindi Vífils Karlssonar hagfræðinga sem ber yfirskriftina Grasrótin og gervigreind. Hann mun þar velta upp þeirri spurningu hvort menningastofnanir geti fleytt landsbyggðinni inn í framtíðina.

Á morgun, sunnudag, hefst dagskráin með orgeltónleikum í Hóladómkirkju en þar mun Rögnvaldur Valbergsson leika orgeltónlist allt frá Bach til Bítlanna og Freddie Mercury. Hátíðarmessa verður kl. 14 þar sem séra Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæjarprestakalli í Skagafirði, prédikar.

Sigrún Magnúsdóttir, þjóðfræðingur og fv. borgarfulltrúi og ráðherra, flytur Hólaræðuna, í athöfn sem hefst kl. 16. Í lokin flytur vígslubiskupinn á Hólum, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, ávarp.