Meiddur Arnþór Ingi Kristinsson.
Meiddur Arnþór Ingi Kristinsson. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Arnþór Ingi Kristinsson, miðjumaður knattspyrnuliðs KR, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í undanúrslitum bikarkeppninnar gegn FH í Kaplakrikavelli í vikunni en þetta staðfesti hann í samtali við mbl.is í gær.

Arnþór Ingi Kristinsson, miðjumaður knattspyrnuliðs KR, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í undanúrslitum bikarkeppninnar gegn FH í Kaplakrikavelli í vikunni en þetta staðfesti hann í samtali við mbl.is í gær.

Arnþór var borinn af velli á 34. mínútu en hann fór í myndatöku á fimmtudag sem kom ágætlega út. „Það er ekkert slit sem er jákvætt þannig að þetta er bara slæm tognun. Læknirinn á von á því að ég verði frá í þrjár vikur,“ sagði Arnþór. bjarnih@mbl.is