Undirbúningur fyrir gleðigönguna, bíll páll óskar Undirbúningur fyrir gleðigönguna, bíll páll óskar
Undirbúningur fyrir gleðigönguna, bíll páll óskar Undirbúningur fyrir gleðigönguna, bíll páll óskar — Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Undirbúningur fyrir hina árlegu gleðigöngu Hinsegin daga sem fara mun fram í dag var í fullum gangi í gær, en Páll Óskar Hjálmtýsson er einn þeirra sem munu taka þátt í göngunni og verður hann á sérhönnuðum trukk sem var verið að útbúa í gær.

Undirbúningur fyrir hina árlegu gleðigöngu Hinsegin daga sem fara mun fram í dag var í fullum gangi í gær, en Páll Óskar Hjálmtýsson er einn þeirra sem munu taka þátt í göngunni og verður hann á sérhönnuðum trukk sem var verið að útbúa í gær. Í samtali við Morgunblaðið sagði Páll Óskar að undirbúningurinn hefði fengið vel og allt væri á áætlun, en hann var að búa sig undir prufukeyrslu á trukknum þegar blaðamaður gaf sig á tal við hann. Að þessu sinni eru 40 atriði skráð til þátttöku í göngunni og hafa aldrei verið fleiri.

Gleðigangan mun að þessu sinni leggja af stað frá Hallgrímskirkju klukkan 14. Þaðan verður gengið eftir Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi og mun hún enda við Hljómskálagarðinn þar sem taka við glæsilegir útitónleikar.

Páll Óskar mun svo halda hið árlega „Pride Party“ ball síðar um kvöldið í Austurbæ við Snorrabraut og stjórna stuðinu frá 23 til 3. Að sögn Páls Óskars er staðurinn með leyfi fyrir 1.000 manns og er þetta í fyrsta sinn sem ball er haldið á staðnum. rosa@mbl.is