Þetta er sveitaball sem var haldið í félagsheimili Þróttar í fyrsta skipti í fyrra, og það er mikið líf í Laugardalnum. Þetta er hverfi sem er að stækka mjög mikið og yngjast upp. Þarna í hjarta hans er þetta félagsheimili sem er ansi drjúgt og hýsir starfsemi Þróttar og Ármanns. Við fengum þá hugmynd að það væri reynandi að prófa að nýta þetta í eitthvað meira, eins og í dansleik og sveitaböll eru þekkt í sögulegu samhengi, en er orðið miklu minna af en var. Og böll með hljómsveitum er eitthvað sem margir hafa aldrei upplifað nema þeir séu komnir yfir miðjan aldur. Í fyrra prófuðum við þetta og bara fylltum húsið og tókst rosalega vel og ákváðum að freista þess að endurtaka leikinn í ár.
Hverjir munu koma fram á þessu balli
Þarna munu koma fram Helgi Björns, Andri Ólafsson, Hildur Vala, Halldór Gylfason, Böddi í Dalton, svo er ég þarna og fleiri hljóðfæraleikarar. Þetta er eiginlega allt of mikið af listamönnum ef eitthvað er.
Hverju má fólk svo búast við?
Það má búast við miklu sing-alongi. Ég er svo heppinn að hafa spilað á mörgum sveitaböllum, ég er búinn að vera svo lengi í þessum bransa, og íslenska stuðið á sveitaböllum mælist ekki endilega í hraða laganna, eins og þegar menn eru að Dj-a. Íslenskt stuð mælist meira í hvort fólk geti sungið með. Þannig að þarna verða þekktustu lög Íslandssögunnar flutt. Þú getur bókað að Nína verði tekin, þú getur bókað að Vertu þú sjálfur verður tekið. Þetta eru lög sem allir þekkja og lög sem er margbúið að prófa á böllum og eru nánast hönnuð til að fá fólk út á dansgólf.
Hvernig getur fólk keypt sér miða.