— Ljósmynd/Gylfi Jónsson
Tveggja daga sumarfundi forsætisnefndar Alþingis, sem haldinn var á Hólum í Hjaltadal, lauk í gær. „Þetta var starfsamur fundur og gagnlegur,“ sagði Steingímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við Morgunblaðið.

Tveggja daga sumarfundi forsætisnefndar Alþingis, sem haldinn var á Hólum í Hjaltadal, lauk í gær. „Þetta var starfsamur fundur og gagnlegur,“ sagði Steingímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við Morgunblaðið. Á Hólafundi var kynnt vinna við endurskoðun kosningalaga og þingskapa Alþingis. Einnig var farið yfir ný upplýsingalög, að því marki sem þau taka til stjórnsýslu þingsins. Þá greindu umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðandi, forsvarsmenn undirstofnana þingins, frá starfi og stöðu sinna stofnana. Einnig var farið yfir starfsáætlun Alþingis, en starf hefst með þriggja daga sumarþingi í ágústlok. Hinn 10. september verður 150. löggjafarþingið svo sett. sbs@mbl.is