Staðan kom upp á lokuðu alþjóðlegu móti sem lauk sl. júlí í Céské Budejovice í Tékklandi. Sigurvegari mótsins, stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2.561) , hafði hvítt gegn heimamanninum Jan Miesbauer (2.411) . 53. Be2!
Staðan kom upp á lokuðu alþjóðlegu móti sem lauk sl. júlí í Céské Budejovice í Tékklandi. Sigurvegari mótsins, stórmeistarinn
Hannes Hlífar Stefánsson (2.561)
, hafði hvítt gegn heimamanninum
Jan Miesbauer (2.411)
.
53. Be2!
stílhreinn og einfaldur leikur, dæmigerður fyrir Hannes. Svartur kaus að gefast upp enda taflið gjörtapað. Þetta reyndist síðasta sigurskák Hannesar á mótinu þar eð í umferðunum tveim sem fylgdu í kjölfarið gerði hann tvö stutt jafntefli. Þá lauk keppni og þau úrslit tryggðu honum sigur á mótinu en lokastaða efstu keppenda varð eftirfarandi: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 6 vinninga af 9 mögulegum. 2. Jan Vykouk (2.451) 5 1/2 v. 3. Prasad Dhulipalla (2.419) 5 v. 4.-7. Mikhail Kazakov (2.508), Pavel Simacek (2.490), Jakub Szotkowski (2.378) og Boe Filip Olsen (2.391) 4 1/2 v.