Félagar Sheen og Coppola á frumsýningu Apocalypse Now Final Cut.
Félagar Sheen og Coppola á frumsýningu Apocalypse Now Final Cut. — AFP
Ein merkasta stríðsmynd kvikmyndasögunnar, Apocalypse Now eftir bandaríska leikstjórann Francis Ford Coppola, á 40 ára afmæli í ár og af því tilefni var frumsýnd ný útgáfa af henni og „lokaklipp“, Apocalypse Now Final Cut , í ArcLight...
Ein merkasta stríðsmynd kvikmyndasögunnar, Apocalypse Now eftir bandaríska leikstjórann Francis Ford Coppola, á 40 ára afmæli í ár og af því tilefni var frumsýnd ný útgáfa af henni og „lokaklipp“, Apocalypse Now Final Cut , í ArcLight Cinerama Dome í Los Angeles í Kaliforníu í byrjun vikunnar. Mörg kunnugleg andlit mátti sjá á rauða dreglinum og þá m.a. félagana Coppola og Martin Sheen, sem fór með aðalhlutverkið í myndinni. Segir myndin af hermönnum og herforingjum í Víetnam-stríðinu og leikur Sheen liðsforingja sem heldur í leiðangur frá S-Víetnam til Kambódíu í leit að liðsforingjanum Kurtz sem talinn er hafa misst vitið. Marlon Brando lék Kurtz eftirminnilega.