Sveifla Sigurður Flosason saxófónleikari.
Sveifla Sigurður Flosason saxófónleikari.
Tríó saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar og danska Hammond-orgelleikarans Kjeld Lauritsen leikur á tólftu tónleikum sumardjasstónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu í dag kl. 15.

Tríó saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar og danska Hammond-orgelleikarans Kjeld Lauritsen leikur á tólftu tónleikum sumardjasstónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu í dag kl. 15. Einar Scheving leikur á trommur og sérstakur gestur í hluta efnisskrárinnar verður söngkonan Ragnheiður Gröndal. Þau munu flytja valin sígræn djasslög.

Sigurður Flosason og Kjeld Lauritsen hafa starfað mikið saman í Danmörku á undanförnum árum og meðal annars gefið út tvo vinsæla geisladiska hjá Storyville-útgáfunni.Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu og standa til kl. 17.