Haraldur Guðmundsson
Haraldur Guðmundsson
Djasskvartett kontrabassaleikarans Haraldar Guðmundssonar heldur tónleika í kvöld kl. 20 í Hannesarholti. Haraldur hefur unnið með mörgum ólíkum, innlendum og erlendum tónlistarmönnum og gefið út fjölda hljómplatna.
Djasskvartett kontrabassaleikarans Haraldar Guðmundssonar heldur tónleika í kvöld kl. 20 í Hannesarholti. Haraldur hefur unnið með mörgum ólíkum, innlendum og erlendum tónlistarmönnum og gefið út fjölda hljómplatna. Í hljómsveitinni eru, auk hans, þrír austurrískir tónlistarmenn, þeir Lukas Kletzander sem leikur á píanó, Robert Friedl á saxófón og Wolfi Reiner á trommur. Þeir munu kynna hljómplötuna Monk Keys sem hefur að geyma frumsamið efni eftir Harald í anda meistara á borð við T. Monk.