Listamaðurinn Margrét Loftsdóttir.
Listamaðurinn Margrét Loftsdóttir.
Listagalleríið Stokkur Art Gallery verður opnað á morgun kl. 15 með sýningu Margrétar Loftsdóttur. Galleríið er rekið af listamönnum og sýnir Margrét útskriftarverk sem hún gerði við University of Cumbria ásamt nýjum viðbótum.

Listagalleríið Stokkur Art Gallery verður opnað á morgun kl. 15 með sýningu Margrétar Loftsdóttur. Galleríið er rekið af listamönnum og sýnir Margrét útskriftarverk sem hún gerði við University of Cumbria ásamt nýjum viðbótum.

Framtíðin nefnist sýning Margrétar og segir hún að með því að blanda saman sakleysi barnsins og grófum málarastíl sé leitast við að ná fram ákveðinni þversögn í málverkinu.

Stefán Hermannsson og Arnfríður Einarsdóttir hafa verið búsett á Eyrarbakka um skeið og standa að galleríinu. Þau munu auk sýninga standa fyrir viðburðum á borð við tónleika og upplestra úr bókum. Frekari upplýsingar má finna á stokkurartgallery.is.