Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sumir eru í miklu uppnámi vegna þriðja orkupakkans. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og stundum stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði til dæmis í gær að ummæli Arnars Þórs Jónssonar héraðsdómara væru móðgun við sig og aðra nefndarmenn utanríkismálanefndar þingsins.

Sumir eru í miklu uppnámi vegna þriðja orkupakkans. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og stundum stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði til dæmis í gær að ummæli Arnars Þórs Jónssonar héraðsdómara væru móðgun við sig og aðra nefndarmenn utanríkismálanefndar þingsins.

Varnaðarorð Arnars Þórs, sem setur mál sitt jafnan fram af hógværð og rökfestu, um að fullveldið yrði takmarkaðra við orkupakkann, auk fleiri atriða sem þingmenn þurftu að heyra, olli uppnáminu.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, móðgaðist líka að eigin sögn þegar Arnar Þór benti á að Alþingi ætti að fara með löggjafarvaldið hér en ekki erlend nefnd og að við „eigum ekki að lúta því að sameiginlega EES-nefndin fái tak á löggjafarvaldinu hér, bara af því að við þorum ekki að fara þarna inn og biðja um undanþágur eða mótmæla og gæta okkar hagsmuna með sómasamlegum hætti“.

Þetta er sérkennilegt og ótrúverðugt uppnám. Ekki er trúverðugra þegar fólk sem vill orkupakkann segir að samþykki Íslendingar hann ekki þá sé hætta á að EES-samningurinn verði í uppnámi.

Hvernig má það vera? Við höfum heimild samkvæmt samningnum til að segja nei. Hvers vegna ætti samningurinn að komast í uppnám við það?