Hreinsun Plast fjarlægt af strönd nálægt Tel Aviv í Ísrael.
Hreinsun Plast fjarlægt af strönd nálægt Tel Aviv í Ísrael. — AFP
Genf. AFP. | Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir í skýrslu sem birt var í gær að það magn örplasts sem finnst í drykkjarvatni núna virðist ekki stefna heilsu manna í hættu en þörf sé á frekari rannsóknum á áhrifum plastagna á mannslíkamann.

Genf. AFP. | Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir í skýrslu sem birt var í gær að það magn örplasts sem finnst í drykkjarvatni núna virðist ekki stefna heilsu manna í hættu en þörf sé á frekari rannsóknum á áhrifum plastagna á mannslíkamann.

Í fyrstu skýrslu stofnunarinnar um áhrif örplasts á heilsu manna er fjallað um áhrif plastagna sem finnast nú þegar í kranavatni og átöppuðu drykkjarvatni. „Meginskilaboð skýrslunnar eru að fullvissa neytendur í heiminum um að við teljum að samkvæmt þessari könnun sé hættan lítil,“ sagði Bruce Gordon, sem stjórnar rannsóknum WHO á vatni og hreinlætisráðstöfunum. Stofnunin segir þó að upplýsingarnar sem liggi fyrir um magn örplasts í drykkjarvatni séu enn takmarkaðar og fáar áreiðanlegar rannsóknir hafi verið gerðar, þannig að erfitt sé að meta niðurstöðurnar.

Dregið verði úr plastmengun

Embættismenn stofnunarinnar hvetja ríki heims til að gera ráðstafanir til að draga úr plastmengun til að vernda umhverfið og koma í veg fyrir að magn örplasts í drykkjarvatni aukist. „Það er mjög brýnt að rannsaka betur áhrif örplasts á heilsu fólks segna þess að plastagnirnar eru úti um allt – meðal annars í drykkjarvatni okkar,“ sagði Maria Neira, framkvæmdastjóri lýðheilsudeildar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.