Valkvíði Fjarstýring er vandmeðfarið tæki.
Valkvíði Fjarstýring er vandmeðfarið tæki.
Klukkan er 21. Ég er búinn að ganga frá eftir matinn og sjæna til í eldhúsinu. Krakkinn er sofnaður.

Klukkan er 21. Ég er búinn að ganga frá eftir matinn og sjæna til í eldhúsinu. Krakkinn er sofnaður. „Sjitt, hvað ég ætla að leggjast upp í sófa og gera ekki neitt núna þangað til ég fer að sofa,“ segi ég við sjálfan mig og hlamma mér í hornið á sófanum.

Að sjálfsögðu kveiki ég á sjónvarpinu enda fast í vöðvaminninu að leggjast upp í sófa og teygja sig í fjarstýringuna.

Á RÚV er einhver drepleiðinlegur breskur lögregluþáttur um misfallegt fólk sem reynir að halda friðinn í „versta“ hluta Manchester-borgar eins og það er orðað á Ríkissjónvarpinu.

Ég endist í sirka tvær mínútur og skipti um stöð. Getur verið að það sé raunveruleikaþáttur í gangi á Stöð 2? Masterchef eitthvað og ég skipti um leið. Í Sjónvarpi Símans er svo eitthvert lögfræðidrama sem heldur mér í fimm mínútur. Það er ekkert íþróttaefni í sjónvarpinu, aldrei þessu vant, þannig að ég ákveð að kveikja á Netflix.

Eftir að hafa eytt allt of löngum tíma í að reyna að velja mynd, á milli þess sem ég flakka um á Instagram, Twitter, Facebook og Snapchat í símanum hjá mér, ákveð ég að kvöldið sé búið. „Það er ekkert í þessu blessaða sjónvarpi frekar en fyrri daginn,“ segi ég við sjálfan mig í kringum miðnættið og fer og bursta í mér tennurnar.

Bjarni Helgason

Höf.: Bjarni Helgason