Skoraði Rúnar Már Sigurjónsson með augun á boltanum með Astana gegn BATE Borisov í gær.
Skoraði Rúnar Már Sigurjónsson með augun á boltanum með Astana gegn BATE Borisov í gær.
Landsliðsmennirnir Rúnar Már Sigurjónsson og Arnór Ingvi Traustason eru á góðri leið með að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu með félagsliðum sínum, en þau standa vel að vígi í 4. umferð undankeppninnar.

Landsliðsmennirnir Rúnar Már Sigurjónsson og Arnór Ingvi Traustason eru á góðri leið með að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu með félagsliðum sínum, en þau standa vel að vígi í 4. umferð undankeppninnar.

Rúnar Már hefur farið mikinn með Astana frá Kasakstan eftir komuna þangað í sumar og hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3:0 sigri á BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi, þar sem Willum Þór Willumsson spilaði síðasta hálftímann.

Rúnar Már hefur nú skorað fjögur mörk í sjö Evrópuleikjum með Astana í sumar, auk þess sem hann hefur skorað tvö mörk í fimm deildarleikjum með liðinu.

Arnór Ingvi er að stíga upp úr meiðslum hjá sænska liðinu Malmö og lék fyrsta klukkutímann þegar liðið vann Bnei Yehuda Tel Aviv frá Ísrael, 3:0. Malmö fór alla leið í 32ja liða úrslit keppninnar í fyrra en tapaði þar fyrir Chelsea, sem stóð að lokum uppi sem sigurvegari.

Önnur Íslendingalið þurfa að hafa meira fyrir því að komast í riðlakeppnina eftir fyrri leikina í sínum einvígjum í gær. Kolbeinn Sigþórsson og lið AIK töpuðu 2:0 fyrir Celtic og Sverrir Ingi Ingason og lið PAOK frá Grikklandi töpuðu fyrir Slovan Bratislava, 1:0, þar sem Sverrir fékk ekkert að spila. Albert Guðmundsson fékk aftur á móti að spila í hálftíma þegar AZ Alkmaar gerði jafntefli við Antwerp, 1:1.

Sigurliðin í þessum einvígjum komast áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en síðari leikirnir fara fram á fimmtudaginn í næstu viku.