TM Uppgjör.
TM Uppgjör.
Talsverð umskipti urðu á rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á öðrum ársfjórðungi þessa árs frá því sem var sama tíma í fyrra. Hagnaður tímabilsins var ríflega 1,3 milljarðar króna, en í fyrra nam tap sama tímabils 140 milljónum króna.

Talsverð umskipti urðu á rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á öðrum ársfjórðungi þessa árs frá því sem var sama tíma í fyrra. Hagnaður tímabilsins var ríflega 1,3 milljarðar króna, en í fyrra nam tap sama tímabils 140 milljónum króna.

Rekja má góða afkomu ársfjórðungsins til ávöxtunar fjárfestingaeigna sem skilaði nær 1,5 milljörðum króna. Til samanburðar hafði sú upphæð numið 334 milljónum króna árið áður. Tekjur tímabilsins jukust um 30,1% milli ára og voru tæplega 10,3 milljarðar króna. Samsett hlutfall var 96,8%, en það var ríflega 109,9% í ársfjórðungnum í fyrra.

Sé horft til fyrstu sex mánaða ársins jókst hagnaður verulega og fór úr 149 milljónum króna í fyrra í 1,7 milljarða króna árið 2019. Samtals jukust fjárfestingatekjur um 127,3% á fyrri helmingi ársins og námu ríflega 2,4 milljörðum króna.

Samkvæmt uppfærðri rekstrarspá gerir TM ráð fyrir að hagnaður ársins fyrir tekjuskatt verði um 2,7 milljarðar króna. Þá var einnig greint frá því að niðurstaða í viðræður TM um kaup á Lykli mundu liggja fyrir í september.

Engin viðskipti voru með hlutabréf TM í Kauphöll Íslands í gær, en gengið stendur nú í 31,1 kr.

aronthordur@mbl.is