Guðni Einarsson gudni@mbl.is Á annan tug fulltrúa félaga og samtaka sem ætla að mótmæla komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands í næstu viku hittust á skipulagsfundi í gærkvöldi.

Guðni Einarsson

gudni@mbl.is

Á annan tug fulltrúa félaga og samtaka sem ætla að mótmæla komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands í næstu viku hittust á skipulagsfundi í gærkvöldi.

„Andstaða við stefnu Mike Pence og ríkisstjórnar hans er það sem sameinar okkur,“ sagði Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga (SHA). Auk fulltrúa SHA voru á fundinum fulltrúar Samtakanna '78 og samtakanna Trans Ísland, fulltrúar frá ungliðahreyfingum Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, frá Menningar- og friðarhreyfingu íslenskra kvenna og frá Sósíalistaflokki Íslands.

Á fundinum voru viðraðar ýmsar hugmyndir að mótmælaaðgerðum, að sögn Guttorms. „Við munum boða til mótmæla 4. september þegar Mike Pence kemur til landsins. Það er ekki búið að útfæra dagskrá mótmælafundarins nákvæmlega en það verður vonandi gert fljótlega. Þetta er enn á skipulagsstigi. Við gerum ráð fyrir mótmælafundi á Austurvelli en það er ekki loku skotið fyrir að eitthvað fleira verði einnig gert,“ sagði Guttormur enn fremur.