Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við Jamal Olasewere um að leika með liðinu í vetur. Olasewere er rúmir tveir metrar á hæð, en hann er sterkur miðherji sem spilaði síðast í ítölsku B-deildinni með liði Remer.
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við Jamal Olasewere um að leika með liðinu í vetur.
Olasewere er rúmir tveir metrar á hæð, en hann er sterkur miðherji sem spilaði síðast í ítölsku B-deildinni með liði Remer. Þar skilaði hann 14 stigum og 4 fráköstum að meðaltali í leik.
Olasewere hefur einnig leikið í Belgíu og Ísrael og hefur jafnframt leikið með landsliði Nígeríu frá árinu 2013. Hann varð meðal annars Afríkumeistari með liðinu árið 2015.