Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Í Kópavogi stöðvaði lögreglan kannabisræktun og lagði hald á 39 kannabisplöntur. Sakborningurinn var hins vegar látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Í Kópavogi stöðvaði lögreglan kannabisræktun og lagði hald á 39 kannabisplöntur. Sakborningurinn var hins vegar látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Vinnueftirlitið óskaði eftir aðstoð lögreglu í Grafarholti vegna erlendra verkamanna sem voru þar í vinnu án allra réttinda. Er málið nú í rannsókn. Einnig var tilkynnt um þjófnaði úr verslunum, m.a. í matvöruverslun í Hafnarfirði. Þar voru þjófar þó á bak og burt er lögregla kom á svæðið.