Valdís Þóra Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur frá Akranesi, hóf í gær vegferð sem miðar að því að komast inn á LPGA-mótaröðina bandarísku í golfi, þá sterkustu í heimi. Valdís hóf í gær leik á fyrsta stigi úrtökumótanna og lék á 72 höggum.

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur frá Akranesi, hóf í gær vegferð sem miðar að því að komast inn á LPGA-mótaröðina bandarísku í golfi, þá sterkustu í heimi.

Valdís hóf í gær leik á fyrsta stigi úrtökumótanna og lék á 72 höggum. Var hún á pari vallarins, sem er í Kaliforníu, en hún fékk þrjá skolla, þrjá fugla og 12 pör á hringnum.

Alls taka 360 kylfingar þátt á 1. stigi úrtökumótanna, en stigin eru alls þrjú. 60 efstu kylfingarnir eftir fjóra hringi komast áfram á 2. stigið.